tersan shipyard logo

Skipasmíðastöðin tilheyrir Tersan-fyrirtækjahópnum sem þjónustar geira af ýmsu tagi: i) nýsmíðar skipa, ii) skipaviðgerðir, dráttarbrautarvinnu og breytingar, iii) skipaeign og útgerð, iv) skipasölu og v) endurnýjanlega orku á landi. Tersan skipasmíðastöðin er starfrækt á tveimur stöðum, í Tuzla/Istanbul og Yalova, og er starfsemin á samtals um 320.000 m2 svæði. Aðalstarfsemin í skipasmíði og viðgerðum er í Yalova þar sem um 5.000 harðduglegir starfsmenn vinna. Tersan skipasmíðastöðin sérhæfir sig í því að smíða skip með háþróaðri tækni til úthafssiglinga, fiskveiða, farþegaflutninga og annarra siglinga fyrir viðskiptavini um heim allan. Tersan er fjölhæf skipasmíðastöð sem hefur hlotið mikla reynslu í smíði gasknúinna og rafknúinna skipa auk ýmissa nýsmíðaðra skipa af ýmsum gerðum og stærðum. Fyrirtækjasamstæðan er frekar ung, en skipasmíðadeildin er komin í fremstu röð í Tyrklandi og meðal þeirra stærri í Evrópu. Tersan hefur náð þessum árangri með reynslumiklu starfsfólki, nýjum búnaði, dugmiklu tæknifólki og áreiðanleika sem leitt hefur til þess að stöðin hefur fengið einstæðar og krefjandi pantanir af stærri gerðinni.

 

 

 

Heimilisfang:
Fatih Mah
Tavsanli Altinova Yalova
77740
Turkey

Vefsíða:
www.tersanshipyard.com

Samfélagsmiðlar:
Facebook
Instagram
LinkedIn
YouTube