syni logo

Sýni býður upp á ráðgjöf og þjónustu við matvælafyrirtæki af öllum toga. Má þar nefna fiskvinnslur, fiskeldi, sláturhús, kjötvinnslur, dýraeldi, hverskonar matvælavinnslur, stóreldhús, verslanir, umbúðaframleiðendur og flutningsaðila. Dæmi um þjónustu og heildarlausnir fyrir fyrirtæki: *Gæða- og matvælaöryggismál: Uppsetning og uppfærslur á gæðahandbókum sem uppfylla kröfur löggjafar og ýmissa staðla s.s. BRC, IFS, ISO 22000 FFSC, MSC. *Vottunarúttektir: IFFO RS., RFM, MSC og BRC í samstarfi við alþjóðlegu vottunarfyrirtækin Sai Global og NSF. *Þjálfun og fræðsla fyrir starfsmenn matvælafyrirtækja. Fjölbreytt námskeið um flest sem við kemur matvælum, bæði námskeið sérsniðin að fyrirtækjum og almenn námskeið sem haldin eru hjá Sýni. *Merkingar og vörulýsingar: Gerð og yfirferð (rýni) umbúðamerkinga fyrir mismunandi markaði, næringargildisútreikningar t.d fyrir umbúðamerkingar og matseðla. Gerð forskrifta (data sheet) eftir óskum fyrirtækja. *Úttektir og sýnatökur: Forúttektir við innleiðingu á stöðlum og þjónustuúttektir þar sem tekin eru hreinlætissýni, framleiðslusýni, vatnssýni, loftsýni og umhverfissýni að óskum viðskiptavina. Úttektir á förmum, matvælalotum og tækjabúnaði. *Vöruþróun og meðferð matvæla: Aðstoð við úrlausn tæknilegra vandamála, geymsluþol, nýting, pökkun. *Umhverfismál: Sýnatökur og mælingar á frárennsli og útblæstri, ráðgjöf í samstarfi við Verkís. *Efna- og örverumælingar: Geymsluþol, gæðakröfur, næringargildi. Hjá Sýni starfar faglært fólk og er fyrirtækið einn stærsti einkarekni vinnustaður fyrir fagfólk í matvælaiðnaði.

 

 

 

 

 

Heimilisfang:
Vikurhvarfi 3
Kopavogur
203
Iceland

Vefsíða:
www.syni.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook