Sonihull nýtir einstaka hljóðbylgutækni til að vernda skipsskrokkinn, lagnir, kælikassa og annan kælibúnað gegn uppsöfnun óhreininda, vexti plöntugróðurs, þörunga og annarra sjávarlífvera. Tækni sem býr yfir óviðjafnanlegri blöndu mismunandi kosta. Hún býður upp á virka vörn gegn slíkum vexti, án þeirra eiturefna sem eiga sér sögu um að skaða umhverfið á borð við sæfiefni, málmblöndur eða örplastefni. Búnaðurinn er auðveldur í uppsetningu og getur minnkað varanlegan kostnað að allt að 95% samanborið við aðrar leiðir sem notaðar hafa verið til að hindra gróður- og lífveruvöxt. Þessi tækni dregur einnig úr viðhaldskostnaði, fækkar þeim skiptum sem leggja þarf skipum vegna viðhalds og getur hraðað viðhaldsferli og endurnýjun án þess að setja þurfi skipið í slipp. Hún felur einnig í sér að ekki þarf að rjúfa eða logsjóða þegar búnaðinum er komið fyrir og allt er tengt þurrhliðum RSW-lestarkælikerfa og leiðslubúnaðar. Fyrir vikið er engin þörf fyrir auka eftirlit, þrýstipróf eða skráningarferli. Sonihull vinnur einnig hnökralaust með öðrum raftæknibúnaði um borð í skipum og veldur engum truflunum á búnaði frá til dæmis Scanmar, Simrad eða Marport.
Margmiðlunargallerí
Heimilisfang:
NRG Marine Limited Sonihull House, 9 Mercia Village Torwood Close
Coventry
CV4 8HX
United Kingdom
Vefsíða:
www.sonihull.com