„Við hlökkum til sýningarinnar í september og ætlum að sýna hvað við getum gert,“ segir Jógvan S. Jacobsen, sölustjóri KSS.

Hann bendir á að frá Austfjörðum á Íslandi sé álíka langt til Klaksvíkur og til suðvesturhornsins á Íslandi, þar sem flestar skipaviðgerðarstöðvar landsins eru. Hentugt væri því að sigla til Færeyja ef senda þarf skip til viðgerða og viðhalds.

„Við sjáum vissulega tækifærir fyrir okkur á Íslandi,“ segir hann.

„Við erum með vel útbúna dráttarbraut sem getur tekið við skipum allt að 60 metra löngum að heildarlengd og þúsund tonnum að þyngd tómum. Til er nóg af smærri togurum, línubátum og fiskeldisþjónustubátum sem við myndum taka fagnandi á móti í Færeyjum. Við erum meðumboð fyrir Caterpillar og MAK og getum boðið upp á margs kyns viðgerðir og viðhaldsþjónustu á staðnum, þar á meðal reglulegt eftirlit eftir því sem krafist erl.“

KSS er stærsti vinnuveitandi Klaksvíkur, með meira en 70 starfsmenn og er jafnt og þétt að auka við starfsemina.

Nýlega bættist við starfsemina umboð fyrir öflugar fiskdæluslöngur frá ítalska fyrirtækinu Alfagomma, og þar á meðal eru stóru mælistykkin fyrir fiskdæluslöngur.

„Við erum með þær í 12 til 20 tomma stærðum, í misjöfnum lengdum, ásamt 1½ og 2 tommu vökvaslöngum fyrir fiskidælur,“ segir hann.

„Við höfum þegar útvegað fiskidæluslöngur til uppsjávarskipa á Íslandi, í Hollandi og Noregi og til nokkurra í Færeyjum. Gæðin eru mikil og verðið samkeppnishæft,“ segir hann, og bætir því við að þær séu engin smásmíði.

„Fiskdæluslöngurnar geta verið allt að 120 metra langar og ein slík er vel yfir tonn að þyngd,“ segir hann.

KSS er einnig með umboð frá spænska fyrirtækinu Ibercisa fyrir vinnslubúnað á dekk fiskiskipa í Færeyjum, á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Fyrirtækið hefur einnig útvegað búnað fyrir sum af nýjustu uppsjávarskipunum en eftirspurnin er enn að vaxa eftir rafknúnum vinnslubúnaði á dekk.

„Við útveguðum búnaðinn í Slaaterøy, sem áður hét Ruth og var fyrsta RSW-skipið í langan tíma sem óskaði eftir rafknúnum vindum. Við erum einnig að útvega búnað í nýju Ruth og fyrir nýjan Christian í Grótinum, sem nú er verið að smíða í Karstensens skipasmíðastöðinni í Danmörku.

Ef þú hefur áhuga á að sýna, styrkja, koma sem gestur eða flytja erindi á IceFish 2021, hringdu þá í +44 01329 825 335 eða sendu tölvupóst á info@icefish.is.

Sölumenn á Íslandi: Ómar Már Jónsson Tel: +354 893 8164 omar@icefish.is eða Bjarni Þór Jónsson GSM: +354 896 6363 bjarni@icefish.is

KSS2