Höfnin í Hirtshals - miðstöð siglingaþjónustu, flutninga og laxavinnslu. Höfnin í Hirtshals á norðvesturströnd Jótlands er miðstöð vöruflutninga milli meginlands Evrópu og Noregs, Íslands og Færeyja. Markmiðið er að höfnin verði helsta laxamiðstöð Norður-Evrópu. Til þess að svo megi verða er áherslan lögð á 100% fullnýtingu laxins. Þetta verði að veruleika í Hirtshals með samstarfi fyrirtækja, bæði nýrra fyrirtækja og þeirra sem fyrir eru, og þannig séð til þess að kolefnisfótspor afurðanna verði lítið. Flutningaleiðirnar til og frá Hirtshals, til og frá bæði Evrópu og Norður-Ameríku, gera það að verkum að mögulegt er að koma vörunum á markað bæði hraðar og á umhverfisvænni hátt. Stór klasi þjónustufyrirtækja í siglingum og sjávarútvegi hefur einnig aðsetur í Hirtshals. Þessi klasi þjónar bæði fyrirtækjum við höfnina og skipum af ýmsu tagi, jafnt fiskveiðiskipum sem flutningaskipum, ferjum, herskipum og birgðaskipum.
Exhibiting with: / Sýnir með: Pavilion of Denmark
Margmiðlunargallerí
Heimilisfang:
Norgeskajen 11
Hirtshals
DK-9850
Denmark
Vefsíða:
www.portofhirtshals.com