optimar-as-logo

Optimar er staðsett utan við Álasund, í hjarta norska sjávar- og sjávarfangaklasans. Klasinn er einstakur og víðkunnur fyrir miðlun og samnýtingu á hæfni og sérfræðiþekkingu milli fyrirtækjanna sem hann mynda. Þannig tekst klasanum að vera í fremstu röð á sviði nýsköpunar og vöruþróunar. Optimar hefur um 450 starfsmenn í Noregi, Spáni, Bandaríkjunum og Rúmeníu, og er þannig fært um að þjónusta viðskiptavini um heim allan.Samanlögð 80 ára reynsla hefur eflt Optimar samsteypuna og fært henni styrk og samkeppnishæfni, þannig að í dag er hún í hópi fremstu framleiðanda sjálfvirks fiskvinnslubúnaðar.Við hjá Optimar vinnum í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar til að skilja til fulls vandann sem um ræðir. Teymi sérfræðinga okkar á sviði hönnunar og vörustjórnunar, sjálfvirkni og þjarkafræði, uppsetningu og þjónustu, greinir þarfir viðskiptavina okkar og leggur fram lausnir sem auka skilvirkni – og arðsemi – vinnslulínunnar. Optimar getur liðsinnt þér á sjó og landi, við að *minnka framleiðslurýmið *draga úr mannaflsþörf *minnka handvirkar þungalyftingar *nýta til fulls rýmið sem er í boði.Rótgróin aðföng okkar á staðbundnum mörkuðum um allan heim, ásamt stuðningi af Netinu, sem nær nú til afskekktustu staða, tryggja að Optimar er alltaf aðeins í seilingarfjarlægð þegar þörf er á stuðningi við sölu, þjónustu og þjálfun.

optimar-as-banner

 
 

Heimilisfang:
Valderoyvegen 1129
Valderoy
N-6050
Norway

Vefsíða:
https://optimar.no/

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
YouTube