Nodosa skipasmíðastöðin sérhæfir sig bæði í nýsmíði og viðgerðum eða breytingum á skipum af ölum stærðum og gerðum, ásamt hvers kyns almennri stál- og álvinnu á sviði skipasmíði. Fyrirtækið er með eigin tæknideild, verksmiðju og smíðaverkstæði ásamt annarri sérhæfðri starfsemi. Fyrirtækið sinnir að meðaltali um 200 skipaviðgerðum árlega, í slippi og flotkví, bæði á eigin vinnusvæði og annars staðar í heiminum. Fyrirtækið býr yfir hálfrar aldar reynslu í skipasmíði, ræður yfir rúmlega 88 þúsund fermetra aðstöðu og hefur byggt yfir 300 skip, þar á meðal dráttarbáta, sanddæluskip, pramma, björgunarskip, þjónustuskip, báta fyrir hafnaþjónustu, fiskibáta, skemmtibáta og alls kyns farartæki fyrir fiskeldi á sjó, en sérhæfir sig þó fyrst og fremst í veiðiskipum. Helstu stoðirnar í rekstri fyrirtækisins eru gæði, ábyrgð og yfirgripsmikil og persónuleg þjónusta sem tryggir að það sem mestu skiptir sé í lagi; hollustan við viðskiptavini.
Heimilisfang:
Avda. De Orense,
31-B
Port Zone
MaríN (Pontevedra)
36900
Spain
Vefsíða:
https://www.nodosa.com/