nautic logo

Nautic er skipaverkfræðistofa með aðalstöðvar í Reykjavík þar sem fyrirtækið hefur starfað frá 2002. Síðan þá hefur fyrirtækið teygt út arma sína og starfa nú hjá fyrirtækinu 58 sérfræðingar í þremur löndum, Íslandi, Rússlandi og Síle. Við sérhæfum okkur í hönnun fiskveiðiskipa af ýmsum toga, þá aðallega ferskfisk-, vinnslu-, línu- og uppsjávarskip. Hæfni okkar byggist á fjölda fjölþjóðlegra sérfræðingar af ýmsum toga með mismunandi bakgrunn sem allir hafa mikla reynslu sem skipverjar, siglingamenn og verkfræðingar. Fyrirtækið hefur í gegnum árin byggt upp fjölbreytt lið sérfræðinga. Nautic er um þessar mundir að taka þátt í fjölda verkefna allt frá heildarfyrirkomulagi hönnunar og alveg niður í ítrustu vinnuteikningar sem og þjónustu og tæknilega aðstoð til smíðastöðvar víðsvegar um heiminn. Nautic er einn stofnandi meðlima í Knarr samstarfsverkefninu. Knarr var stofnað til að hanna og markaðsetja heildarlausnir þegar kemur að hönnun, útfærslu búnaðar og framleiðslu sjávarafurða. Knarr samanstendur af sex mismunandi fyrirtækjum sem öll hafa langan og góðan feril að baki í sínu fagi. Nýlega hafa þessi fyrirtæki tengt arma sína til vaxandi markaða erlendis.

 

 

 

 

Heimilisfang:
Kringlan 4-12, Turn 6. hæð
Reykjavík
103
Iceland

Vefsíða:
www.nautic.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook