Maintsoft ehf er hugbúnaðarfyrirtæki sem annast þróun og markaðssetningu á Maintx viðhaldsstjórnunarkerfinu. Markmið okkar að gera viðhaldsstjórnun þina einfaldari, öruggari og skilvirkari. Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið gerir þér kleift að skrá og hafa aðgengilegar á einum stað upplýsingar um alla atburði, aðgerðir, úttektir, skýslur, eftirlit o.fl., sem varða viðhald á eignum þínum án tillits til hverjar þær eru. Kerfið hjálpar þér að ná fram lækkun á kostnaði með þvi að hjálpa til við að skipuleggja og koma á fyrirbyggjandi viðhaldi og auka framleiðni starfsmanna/verktaka. Maintx viðhaldsstjórnunarkerfið er m. a. hannað með sérstakri áherslu á fyrirbyggjandi viðhald. Þá sýna rannsóknir að notkun viðaldsstjórnunarkerfa getur lækkað kostnað vegna viðhalds um 15 - 30% á ársgrundvelli. Viðskiptavinir okkar eru margvíslegir m.a. á sviði skipaflutninga, útgerðar, fiskvinnslu, samgangna, fasteignareksturs, orkuvera og þjónustu, svo sem Samherji hf, Eimskip hf, Samskip hf, Pelagos, Kynnisferðir, Landhelgisgæslan, Icelandair Ground Services, Airport Associates, Strætó og Vegagerðin.
Margmiðlunargallerí
Heimilisfang:
Armula 36
Reykjavik
108
Iceland
Vefsíða:
www.maintx.is
Samfélagsmiðlar:
Facebook