Linde fyrrum (ÍSAGA) framleiðir súrefni og köfnunarefni í nýlegri verksmiðju sinni í Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem framleitt er um 1200 m3/klst af súrefni og köfnunarefni. Auk þess starfrækir Linde koldíoxíð framleiðslu að Hæðarenda í Grímsnesi þar er koldíoxíð unnið á umhverfisvænan hátt úr jarðhitavatni. Áfyllinga og afgreiðslustöð fyrirtækisins er á Breiðhöfða í Reykjavík. Aðalskrifstofa Linde á Íslandi er á Guðríðarstíg 113 Reykjavík. Aðrar lofttegundir sem Linde á Íslandi þjónustar eins og t.d. argon, helíum, acetylen og própan eru innfluttar. Linde býður upp á mjög öflugar iðnaðarlausnir m.a. hátækni lausnir í fiskeldi eins og SOLVOX vörulínuna sem er súrefnismettunarkerfi sem eykur mikið framleiðsluöryggi. Einnig býður Linde m.a. upp á öflugar kæli og hraðfrysta lausnir, gastækni varðandi loftskiptar umbúðir, kæliefni og margt fleira. Hjá fyrirtækinu í dag starfa um 30 manns. Einnig er Linde með 7 afgreiðslustaði víðsvegar um landið. Allar nánari upplýsingar er á eftirfarandi vefslóð: www.linde-gas.is
Margmiðlunargallerí
Heimilisfang:
Breidhofda 11
Reykjavik
110
Iceland
Vefsíða:
www.linde-gas.is