klettur logo

Klettur - sala og þjónusta ehf er sölu og þjónustufyrirtæki fyrir sjávarútveginn. Við erum umboðs- og söluaðilar fyrir t.d: Caterpillar, Perkins, ZF, Ingersoll Rand, Scania, MCFE, Schäfer, Piller, Ulma og Good Year. Megin starfsemin fer fram í 4.400 fermetra sérhæfðu húsnæði að Klettagörðum 8-10. Félagið vinnur eftir ströngum vinnureglum frá Caterpillar og Scania og er reglulega tekið út af þeim. Caterpillar vinnur eftir kerfi sem þeir kalla Contamination control og er Klettur það með 5 stjörnur af 5 mögulegum. Scania vinnur hins vegar samkvæmt DOS, Dealer Operating Standards, sem byggja að miklu leiti á ISO9000 og er Klettur þar með fulla vottun. Hjá félaginu starfa um 100 starfsmenn bæði í Reykjavík og á Akureyri. Klettur er með eitt fullkomnasta verkstæði landssins  í Reykjavík með 26 innkeyrsluhurðum, mjög gott verkstæði á Akureyri og þrjú dekkjaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu. Klettur hefur á að skipa 10 sérbúnar þjónustubifreiðar og er með neyðarþjónustu 24/7/365 fyrir verkstæðið, varahluti og hjólbarða. Klettur er einnig með vottaða þjónustuaðila í hverjum landsfjórðungi.

 

 

 

 

Heimilisfang:
Klettagordum 8-10
Reykjavík
104
Iceland

Vefsíða:
www.klettur.is

Samfélagsmiðlar:
Facebook
Instagram