hd technical services logo

 

Hamar var stofnað árið 1998 og hefur frá fyrstu tíð lagt áherslu á þjónustu á sviði málmtækniiðnaðar og almennri viðhaldsþjónustu til fyrirtækja í iðnaði og sjávarútvegi. Félagið hefur nú sameinað reksturinn við félögin Deilir tækniþjónusta ehf, NDT ehf og Vélar ehf undir nafni HD. Fyrirtækið getur nú boðið breiðara vöruúrval og þjónustu en nokkru sinni fyrr. Má í því sambandi nefna tæknilegar ástandsgreiningar véla og sívöktun vélbúnaðar, 3D skönnun, hönnun, framleiðsla og þjónusta dælu-og lagnakerfa, viðhaldi á jarðgufutúrbínum og rafölum orkuvera, innflutningi á vél- og tæknibúnaði, uppsetningar, varahlutaöflun og aðra þjónustu.

Viðskiptavini okkar má finna í öllum helstu iðnaðargeirum Íslands sem eru stóriðnaður, sjávarútvegur, virkjanir, veitufyrirtæki, matvælaiðnaður og fiskeldi. Hjá félaginu starfa ríflega tvö hundruð manns á sex starfsstöðvum vítt og breytt um landið. Starfsfólk okkar hefur víðtæka reynslu og breiða menntun á véla- og tæknisviði sem gerir okkur kleift að hámarka virði veittrar þjónustu. Sérhver stöðvun vegna viðhalds iðnveranna er vandlega skipulögð í samræmi við aðstæður iðnversins, úrval af sérhæfðu þjónustufólki og tiltæki varahluta sem þarf til verksins er tryggð. Með þessu móti lágmörkum við rekstrarstopp og aukum fyrirsjáanleika í rekstri iðnvera viðskiptavina okkar.

Gildin  í sameinuðu félagi eru öryggi, heiðarleiki, þjónustulund og fagmennska

 

 

 

 

Heimilisfang:
Vesturvör 36

Vefsíða:
https://hd.is/