grimsby fish dock logo

Grimsby Fiskmarkaðurinn er leiðandi sölu og dreifingarmiðstöð fyrir íslenskan ferskan fisk. Grimsby fiskmarkaðurinn er nútímaleg aðstaða með kældum uppboðssal og hráefnisflokkunarkerfi frá Marel. Markaður hefur helstu vottanir samanber MSC og BRC vottanir. Markaðurinn hefur nútímavæðst síðustu árin bæði sem fiskmarkaður og hafnarsvæði. Með stuðningi bæjaryfirvalda (NELC) standa þær breytingar enn yfir. Grimsby fiskmarkaður býr yfir mikilli reynslu í að meðhöndla fiskafurðir með tilliti til vigtunar, flokkunar, ísunar, dreifingar og sölumála. Auðvelt er að afhenda fisk til Grimsby og eru þekktar flutningsleiðir á milli Íslands og Grimsby sem Eimskip og Samskip sinna. Fiskur er boðinn upp 5 daga vikunnar. Grimsby er sagt hjarta fiskframleiðslu í Bretlandi og eru helstu framleiðendur/kaupendur staðsettir í Grimsby og nágrenni. Þeir framleiðendur nýta sér uppboð á Grimsby fiskmarkaðnum sem gerir markaðinn aðlandi bæði fyrir kaupendur og seljendur af fiski. Markaðurinn á sér langa sögu og mikla viðskiptasögu við Ísland. Sagan hefur sýnt okkur að Grimsby fiskmarkaðurinn hefur þjónustað íslenska útflytjendur og seljendur á ferskum fiski með eindæmum vel og á samkeppnishæfan máta. Lengi megi það vara.

 

 

 

Heimilisfang:
Wharncliffe Road
Grimsby
DN31 3QJ
United Kingdom

Vefsíða:
www.grimsbyfishmarket.co.uk

Samfélagsmiðlar:
LinkedIn