fishfarmfeeder logo

FishFarmFeeder (Feeding Systems SL), er staðsett í Vigo á Spáni, fyrirtækið er stofnað árið 2008 og er með dreifingaraðila og sýnileika í meira en 25 löndum og fjölda sérhæfðra dreifingaraðila um heim allan. FishFarmFeeder er eina fyrirtækið í heiminum sem framleiðir fóðurkerfi fyrir öll stig fiskeldis þ.e. öll lífstig fisks, allt frá  fóðurkerfum fyrir smáseiði og upp í stór kerfi fyrir áframeldi hvort sem er á landi eða á sjó. Við bjóðum upp á sérhæfðar lausnir í sjálfvirkni stýringum og fóðrun í fiskeldi. *Bregðumst við þörfum tengdum sjálfvirkni á fóðrun í öllu lífsferli fiska. *Bjóðum upp á  hagkvæma, nákvæma, áreiðanlega og örugga tækni við fóðrun. *Auðveld samþætting við önnur kerfi eins og skynjara og hugbúnað. *Stuðlum að sjálfbæru fiskeldi með því að hjálpa til við að hámarka framleiðsluna með bætta velferð fiska í huga. Aqua.is-Eldisvörur ehf er viðurkenndur dreifingaraðili FFF á Íslandi.

 

 

 

Heimilisfang:
Carretera de Madrid 152
Vigo
36214
Spain

Vefsíða:
www.fishfarmfeeder.com

Samfélagsmiðlar:
Facebook
LinkedIn
YouTube