e l m logo

e-l-m er danskt fyrirtæki sem hannar, þróar og framleiðir tengitæki og annan tækjabúnað fyrir gaffallyftara. Aðalsmerki fyrirtækisins er fjölbreytt úrval búnaðar fyrir gaffallyftara. Síðan 1967 höfum við markað okkur stöðu sem leiðandi framleiðandi samþættra lausna með alhliða vöruúrvali sem samanstendur meðal annars af staðsetningarbúnaði fyrir gaffla, snúningsbúnaði, hliðarfærslum, greipum, „push-pull“ og skotbómugöfflum. Ef staðalútfærslur búnaðarins frá okkur henta þér ekki nægilega vel er það okkur sönn ánægja að sníða búnaðinn að þínum þörfum í samvinnu við þig. Með því að þróa, framleiða og bjóða upp á samkeppnishæfan búnað hjálpar e-l-m viðskiptavinum sínum að vinna með skilvirkum og öruggum hætti. Við leggjum ríka áherslu á gæði og gerum miklar kröfur til starfsfólks okkar, sem vinnur öll sín störf samkvæmt gæðastjórnunarkerfi okkar í samræmi við staðlana ISO 9001 og ISO 14001. Við höfum auk þess hlotið vottun samkvæmt staðlinum ISO 3834-2 fyrir fyrirtæki á sviði málmsuðu. Frá því fyrirtækið var stofnað árið 1967 hefur e-l-m þróast í að vera með starfsemi á alþjóðavísu, með höfuðstöðvar í Danmörku og samtals 160 starfsmenn. e-l-m er reyndur og framsækinn samstarfsaðili sem hjálpar viðskiptavinum sínum að finna nýjar leiðir til að ná auknum árangri í rekstri. Frekari upplýsingar er að finna á vefsvæði okkar www.e-l-m.com.

Exhibiting with: / Sýnir með: Pavilion of Denmark

 

 

 

Heimilisfang:
Herredsvej 19
Løsning
8723
Denmark

Vefsíða:
www.e-l-m.com

Samfélagsmiðlar:
LinkedIn
YouTube