astilleros de murueta logo

Astilleros de Murueta er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1943 við árósa Gernika á Spáni.

Fyrirtækið starfar á alþjóðamarkaði og hannar og smíðar skip af öllum gerðum. Fyrirtækið býr yfir víðtækri reynslu og langri hefð og hefur afhent yfir 300 skip á þeim rúmu 75 árum sem það hefur starfað á vettvangi fiski- og kaupskipasmíða.Fyrirtækið, en nafn þess má einfaldlega þýða sem Murueta-skipasmíðastöðin, hefur smíðað ótal gerðir skipa og báta gegnum tíðina. Þar má nefna verksmiðjutogara, frystitogara fyrir túnfisksveiðar, skip fyrir lifandi afla, varðskip, dæluskip, gámaskip, bílferjur, frystiskip, þjónustuskip, eldsneytisskip, bæði hefðbundin og fyrir LNG (fljótandi gas), dráttarbáta og svo framvegis. Skipin eru öll smíðuð í tveimur skipasmíðastöðvum sem tilheyra fyrirtækinu.Það sem einkennir Astilleros de Murueta er ríkulegur hæfileiki til að skilja og aðlagast kröfum viðskiptavina sinna. Verkefnin eru sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar fyrir sig og þannig geta eigendur skipanna verið vissir um að fá skipið sem þeir þarfnast, búið nýjasta mögulega tæknibúnaði á sviði skipasmíða.Astilleros de Murueta hefur skipað sér í framvarðasveit í sjálfbærri þróun á tækni og nýjum orkugjöfum. Á þeirri vegferð höfum við m.a. smíðað LNG-tankskip og tvíeldsneytisknúin dráttarskip með LNG-dísilolíu.

 

 

 

Heimilisfang:
Barrio Malloape S/N
Murueta Bizkaia
48394
Spain

Vefsíða:
www.astillerosmurueta.com

Samfélagsmiðlar:

LinkedIn
YouTube