ASTANDER & ASTICAN eru tvær reynslumiklar og fullbúnar systurskipasmíðastöðvar á Spáni.
Báðar stöðvarnar sérhæfa sig í viðhaldi, viðgerðum og alls kyns breytingum og uppfærslum fiskiskipa. Þær sérþarfir sem fiskiskip og eigendur þeirra eru með falla fullkomlega að möguleikum stöðvarinnar og þeim viðskiptaskilningi sem báðar skipasmíðastöðvarnar bjóða upp á. Eindreginn vilji samsteypunnar til þess að sinna óskum viðskiptavina hvað varðar skjóta afgreiðslu, samvinnu, sanngirni, sveigjanleika og gagnsæi gerir það að verkum að margir leita til hennar aftur og aftur. Astander hefur meira en 140 ára reynslu í skipaviðgerðum, staðsett í hafnarbænum Santander (Biskajaflóa) á norðurströnd Spánar en Astican er á eyjunni Gran Canaria út af strönd Vestur-Afríku. Samkeppnishæf verð og afhendingartímar sem enginn getur keppt við, ásamt hentugri staðsetningu og betri veðurskilyrðum en í norðlægari löndum gera Astander að fullkomnum valkosti við hina hefðbundnu pílagrímastaði alþjóðlega fiskveiðiflotans þegar tími er kominn á viðhald eða sérverkefni í Evrópu. Astican hefur árum saman verið eftirsótt skipasmíðastöð alþjóðaflotans (japanskra, kóreskra, íslenskra, hollenskra, norskra, spænska og írskra skipa, auk annarra) þegar kemur að veiðum á miðum við Vestur-Afríku. Meira en 60 fiskiskip komu í skipasmíðastöðvarnar á síðasta ári.
Margmiðlunargallerí
Heimilisfang:
Fernández Hontoria 24 El Astillero
Santander
39610
Spain
Vefsíða:
https://www.astander.es